Skapandi fólk út um allt

Starfsfólk Hugsmiðjunnar hugsmidjan@hugsmidjan.is

Okkur finnst að þið ættuð að heimsækja listaspírur Hugsmiðjunnar um helgina. Góður hópur starfsmanna ætlar að taka þátt í að gera Menningarnótt skemmtilega. Hér er það sem verður í gangi af okkar hálfu.

Read More

Mættum við biðja um minna “context switching”?

Ragnheiður H. Magnúsdóttir ragnheidur@hugsmidjan.is

Hugsmiðjan hefur í gegnum tíðina notað Kanban og Scrum til að skipuleggja sig og haft gaman af. Flæðið í fyrirtækinu var endurspeglað á einni stórri Kanban-töflu og nánast öll verkefni fylgdu sama flæði. Í því skipulagi var starfsmönnum skipt niður í deildir: ráðgjöf, hönnun, vefun, forritun, þjónusta, kerfisstjórn og prófanir. En nú eru breyttir tímar.

Við höfum ákveðið að gera breytingar á skipulagi fyrirtækisins. Ástæðan er sú að það hefur fjölgað töluvert í starfsmannahópnum síðustu ár og verkefnin eru stærri en áður.

Read More

1332 kílómetrar

Reynir Hubner reynir@hugsmidjan.is

Þessa dagana situr maður eins og límdur við skjáinn að smella á refresh, og ekki að ástæðu lausu, WOW-Cyclothonið er farið af stað. Í keppninni hjóla keppendur hringveginn, einir eða skiptast á í liðakeppninni. Hjá keppendum er þreytan sennilega byrjuð að láta finna fyrir sér núna (keppnin hefur staðið í 14 klst), allt snýst um að innbyrða sem mest af mat, kolvetnum, þurka fötin eftir bleytuna, og koma sér í gírinn fyrir næsta sprett, en nú hafa menn hjólað heila nótt, og eiga flestir þeirra allavega aðra nótt eftir. Íslandsmetið er rétt um 40 klst, og heyrst hefur að markmið hörðustu liðanna í keppninni í ár sé að ná því. Aðstæður hafa ekki verið góðar að þessu sinni, rok og rigning hafa sett svip sinn á keppnina.  

image

Í ár eru 63 teymi skráð til leiks, flest 10 manna lið, nokkur 4 manna lið og svo eru örfáir en grjótharðir kappar að hjóla hringinn í einstaklingskeppninni, en gera má ráð fyrir að hátt í 500 keppendur séu þarna heildina, sem gerir atburðinn að næststærsta hjólreiðaatburði ársins á Íslandi. Þetta er gríðarleg áskorun, hvernig sem á málið er litið.  Liðin safna áheitum sem renna til góðgerðamála, nú hafa safnast hátt í 7 milljónir.  Hjá flestum keppendum fer mikill tími í æfingar og undirbúning, og að auki þurfa keppendur að kaupa eða leigja helling af búnaði, eins og húsbíla, keppnisfatnað og þessháttar. 
Við hjá Hugsmiðjunni erum ákaflega stolt af okkar eigin Atla, en hann hjólar með liði Landslaga. Við óskum honum og liðinu hans að sjálfsögðu góðs gengis í keppninni, en einnig öllum hinum kunningjunum og vinum okkar sem keppa í mótinu í dag og næstu sólahringa. 

Kíkið á vefinn um keppnina og stöðuna eins og hún er núna

Vinnan, streitan og taktur lífsins

Snorri Páll Haraldsson snorri@hugsmidjan.is

Flest þekkjum við streituna og áreitið sem fylgir daglegu lífi.

Við þurfum að halda utan um það sem við erum að gera í og utan vinnu. Því miður getur þetta oft reynst erfitt þar sem verkefnin í nútímaheimi eru bæði margbrotin og flókin.

Ofan á allt þetta kemur áreitið sem við kjósum að bæta við lífið. Tölvupóstar, farsímar, samfélagsmiðlar, fréttir, sjónvarpsefni o.s.frv.

Er það furða þó að streita sé orðin partur af hinu daglega lífi?

image

Streita

Streita er eitthvað sem við þekkjum öll. Viðbrögðin sem hjálpuðu okkur að lifa af þegar við bjuggum í hellum og þurftum að hlaupa undan ljónum af og til hjálpa okkur ekki neitt þegar við verðum sein á fund, förum í próf eða í atvinnuviðtal, erum föst í umferð og við erum yfir höfuð að flýta okkur. o.s.frv.

Krónísk streita verður til yfir langan tíma og oft er erfitt að átta sig á því hvort hún sé til staðar vegna þess að við þekkjum sjaldnast einkenninn. Við höldum að allt sé í góðu lagi á meðan líkaminn er í raun yfirfullur af kortisóli (stresshórmón).

Ég ætla að deila þeim viðhorfum og aðferðum sem hafa gagnast mér í að mynda góða yfirsýn og gott skipulag en hafa að sama skapi gert mér kleift að lifa nokkuð streitulausu lífi.

Read More

Hver, hvar og hvenær?

Halla Kolbeinsdóttir halla@hugsmidjan.is

Gríðarleg fjölgun hefur orðið á snjallsíma- og spjaldtölvunotendum síðustu ár og var 2013 árið sem snjalltækjanotendur urðu jafn margir og borðtölvunotendur á heimsvísu.

Við sjáum nýja notendendahópa og breytingar á hegðun eldri notendahópa. Wifi í Strætó, heitir reitir útum allt og útbreiðsla 3G og 4G yfir stóran hluta landsins breytir hvernig þjónustu fólk vill sækja í gegnum símann sinn. Útbreiðsla spjaldtölva breytir lestrarefni fólks á kvöldin.

Hlutfallsleg notkunHlutfallsleg notkun innan dags
(jöfn notkun myndi jafngilda rúmlega 4% á hverri klukkustund, samtals 100% yfir sólarhringinn)

Snjalltækjaaukningin tekur fólk ekki í burtu frá borðtölvunni heldur eykur hún heildarnetnotkun sem setur meiri pressu á þjónustu- og söluaðila að ná til fólks með rétt efni, á viðeigandi tæki, á réttum tíma, samkvæmt Business Insider og JP Morgan.

Hver er staðan á þínum vef?

Ef þú ert með Google Analytics teljara uppsettan getur þú séð í fljótu bragði hvert hlutfall snjalltækjaheimsókna er á þínum vef: 

Read More

16 öryggisatriði sem vefstjórar verða að vita

Reynir Hübner reynir@hugsmidjan.is

Í þessum pistli ætla ég að fjalla um helstu atriði sem vefstjórar ættu að vita um netöryggi.

Öryggi vefsvæðis þíns er ekki bara spurning um hvort einhver nær að brjótast inn á vefinn og setja mynd af hauskúpu á forsíðuna á honum. Á fagmáli er slíkt kallað veggjakrot, enda snýst það mest um að brjóta eitthvert svæði á bak aftur og merkja sér það, svipað og hefðbundið veggjakrot - „Siggi was here“.

það er alltaf verið að hakka vefi

Í nýlegum dæmum hérlendis hafa vefsvæði verið hökkuð og gögnum lekið af þeim að auki, gögnum eins og notendanöfnum, lykilorðum og sértækum gögnum eins og SMS skilaboðum. Þó má benda á að þeir sem þar voru að verki tóku vefinn niður og tilkynntu um innbrotið. Algengt er þó

Read More

Arnór, Andri og Jói kynna prótótýpu fyrir snjallar auglýsingar. #hugsmidjan #tölvunarfræðinemaraðútskrifastúrHR

Samfélagsmiðlun og innri vefir

Sigurjón Ólafsson funksjon.net

Innri vefir eru ekki sérlega fyrirferðarmiklir í umræðu um vefmál hér á landi. Bæði er samfélagið lítið og erfitt er að ná fram umræðu um vefi sem eru flestum huldir. En þurfa öll fyrirtæki innri vef? Er réttlætanlegt að leggja í þann kostnað? Hver er ávinningurinn?

Innri vefir

Það er alls ekki sjálfgefið að öll meðalstór og stór fyrirtæki þurfi innri vef. Þau minnstu komast af án hans. Til að komast að skynsamlegri niðurstöðu þarf að komast að því hverju innri vefurinn á að skila og hversu miklu þarf að kosta til.

Read More

Vort daglegt brauð

Halla Kolbeinsdóttir halla@hugsmidjan.is

Það kom mér svolítið á óvart þegar við vorum að vinna annálinn fyrir 2013 að Hugsmiðjan setur í loftið að meðaltali einn vef í loftið í hverri viku. Það er alveg heljarins hellingur. 

Hjá okkur, eins og flestum vefstofum, koma skorpur þar sem er brjálað að gera en logn inn á milli. Vefir fara í loftið í svolitlum törnum og þótt að við segjum frá stöku nýjum vef hér á blogginu er það aðeins brot af heildinni.

image Nokkrir vefir sem fóru í loftið í ár: sild.isums.is og azazo.is

Staðan akkúrat núna er að við höfum sett 17 vefi í loftið síðan um áramótin. Við erum á 20. viku. 

Read More

Troddu töflunum í símann…

Már Örlygsson mar@hugsmidjan.is

„Á vefnum mínum eru margar síður með stórum töflum. Hvernig ætlið þið að láta þær virka á litlum snjalltækjum?“

Troddu töflu

Þetta er spurning sem heyrist oft og fljótlegasta og ódýrasta svarið er: lárétt skrun (e. scroll).

Því miður hafa flest snjalltæki enga sýnilega skrunborða þannig að notendum getur yfirsést að það sé meira efni til austurs.

Read More