Níu forgangsmál á opinberum vefjum

Gestablogg eftir Sigurjón Ólafsson hjá Fúnksjón sjon@funksjon.net

Ég fullyrði að opinberir vefir og rafræn þjónusta hjá ríkinu hafa ekki sérstaklega sterka ímynd í huga almennings. Stofnanafrumskógur ríkisins er sem völundarhús og notendaupplifun á vefjum þeirra spannar allan tilfinningaskalann. Þó víða sé vel gert þá vantar samræmi og vefirnir eru yfirleitt miðaðir út frá þörfum stofnana en ekki almennings.

Unga fólkið skilur ekki tungumál embættismanna og lögfræðinga sem ræður ríkjum. Góðum vefjum opinberra stofnana fer sem betur fer fjölgandi en betur má ef duga skal.

Megin ástæðan fyrir því að opinberir vefir eru almennt slakir er í fyrsta lagi að það vantar stuðning við vefmál og rafræna þjónustu hins opinbera. Fæstar opinberar stofnanir hafa vefstjóra í fullri vinnu að sinna vefnum. Vanræktir og sveltir vefir verða aldrei góðir.

Rafræn þjónusta hefur ekki verið forgangsmál ríkisstjórna síðustu kjörtímabíl. Þjóðmenning og flutningur starfa út á landsbyggðina virðist vera meira forgangsmál. Þessi þróun er á svig við það sem við sjáum gerast í nágrannalöndum okkar. Bretar standa framarlega í að setja rafræna þjónustu í forgang og sama má segja um Dani. Þar er skiliningur á því að slíkar áherslur skapa verðmæti, minnka útgjöld hins opinbera og bæta þjónustu við almenning.

Vonandi vaknar íslenska ríkið af þyrnirósarsvefni sínum einn daginn og horfir til framtíðar í stað skammtímaávinninga og kjörþokka þar sem meiri hagsmunum er fórnað fyrir minni. Hvenær sjáum við ríkisstjórn setja þessi mál í forgang? Opna gögn, gera almenningi kleift að afgreiða mikilvægustu mál sín rafrænt og fjárfesta duglega í vefnum?

Ég lagði til í fyrirlestri fyrir um ári síðan sex spora kerfi til að bæta opinbera vefi. Það hefur lítið breyst á einu ári og því er hoggið í sama knérunn.

image

Hér á eftir ætla ég að nefna níu mikilvæg forgangsmál sem þarf að ráðast í á opinberum vefjum en ekki í mikilvægisröð.

Read More

Haustönn Vefakademíunnar

Óttar Sæmundsen ottar@hugsmidjan.is

Eftir farsælan fyrsta vetur í Vefakademíunni kom ekkert annað til greina en að halda áfram því skemmtilega verkefni að fræða fólk um vefmál. Námskeiðin eru fyrir vefstjóra, markaðsstjóra og aðra sem vinna við vefmál í fyrirtækjum og stofnunum, en þau eru einnig fyrir alla þá sem hafa áhuga á að starfa innan þessa geira. Eins og í fyrra eru það reynsluboltar úr vefgeiranum sem kenna námskeiðin. Okkur fannst það vel við hæfi að byrja nýja önn á námskeiðinu „Undirbúningur vefverkefna“.

image

Önnur námskeið í boði á haustönn:

Lærðu að nýta þér Google Analytics og Webmasters Tools

Farið verður yfir þá möguleika sem Google Analytics býður upp á og nemendum sýnt hvað þeir geta nýtt á sínu eigin vefsvæði. Lykiltölur verða fundnar og sýnt hvernig hægt er að skilgreina þær. Almennir viðmótsþættir skoðaðir með orðaútskýringum. Farið verður yfir helstu skýrslur og valkosti við uppsetningu á sérsniðnum skýrslum. Einnig verða helstu atriði Webmaster Tools verða skoðuð og hvernig hægt er að nýta tólið til að gera vefinn betri og sýnilegri í leitarvélum.

Betri og einfaldari opinberir vefir

Það má einfalda og bæta alla vefi. Einkenni margra opinberra vefja er ofhlaðið efni og mikil áhersla á fréttir. Framsetning á efni er gjarnan mjög formleg og það er staðreynd að þorri almennings, þá sérstaklega í yngri aldurshópum, skilur ekki efnið.

Samfélagsmiðlun sem virkar

Við stöndum á öldufaldi byltingar í markaðssetningu – byltingar samfélagsmiðlanna. Fyrirtæki og einyrkjar sem læra að virkja þennan nýja vettvang geta náð stórkostlegu forskoti: gífurlegri útbreiðslu með margfalt lægri kostnaði en sem fylgir markaðssetningu með hefðbundnum leiðum.

Skráningar eru í fullum gangi á vefnum okkar. Ef einhverjar spurningar vakna, þá er hægt að hringja í okkur í síma 5 500 900 eða senda tölvupóst á vefakademian@hugsmidjan.is. Við getum einnig sérsniðið kennslupakka fyrir fyrirtæki ef áhugi er fyrir hendi.

Skapandi fólk út um allt

Starfsfólk Hugsmiðjunnar hugsmidjan@hugsmidjan.is

Okkur finnst að þið ættuð að heimsækja listaspírur Hugsmiðjunnar um helgina. Góður hópur starfsmanna ætlar að taka þátt í að gera Menningarnótt skemmtilega. Hér er það sem verður í gangi af okkar hálfu.

Read More

Mættum við biðja um minna “context switching”?

Ragnheiður H. Magnúsdóttir ragnheidur@hugsmidjan.is

Hugsmiðjan hefur í gegnum tíðina notað Kanban og Scrum til að skipuleggja sig og haft gaman af. Flæðið í fyrirtækinu var endurspeglað á einni stórri Kanban-töflu og nánast öll verkefni fylgdu sama flæði. Í því skipulagi var starfsmönnum skipt niður í deildir: ráðgjöf, hönnun, vefun, forritun, þjónusta, kerfisstjórn og prófanir. En nú eru breyttir tímar.

Við höfum ákveðið að gera breytingar á skipulagi fyrirtækisins. Ástæðan er sú að það hefur fjölgað töluvert í starfsmannahópnum síðustu ár og verkefnin eru stærri en áður.

Read More

1332 kílómetrar

Reynir Hubner reynir@hugsmidjan.is

Þessa dagana situr maður eins og límdur við skjáinn að smella á refresh, og ekki að ástæðu lausu, WOW-Cyclothonið er farið af stað. Í keppninni hjóla keppendur hringveginn, einir eða skiptast á í liðakeppninni. Hjá keppendum er þreytan sennilega byrjuð að láta finna fyrir sér núna (keppnin hefur staðið í 14 klst), allt snýst um að innbyrða sem mest af mat, kolvetnum, þurka fötin eftir bleytuna, og koma sér í gírinn fyrir næsta sprett, en nú hafa menn hjólað heila nótt, og eiga flestir þeirra allavega aðra nótt eftir. Íslandsmetið er rétt um 40 klst, og heyrst hefur að markmið hörðustu liðanna í keppninni í ár sé að ná því. Aðstæður hafa ekki verið góðar að þessu sinni, rok og rigning hafa sett svip sinn á keppnina.  

image

Í ár eru 63 teymi skráð til leiks, flest 10 manna lið, nokkur 4 manna lið og svo eru örfáir en grjótharðir kappar að hjóla hringinn í einstaklingskeppninni, en gera má ráð fyrir að hátt í 500 keppendur séu þarna heildina, sem gerir atburðinn að næststærsta hjólreiðaatburði ársins á Íslandi. Þetta er gríðarleg áskorun, hvernig sem á málið er litið.  Liðin safna áheitum sem renna til góðgerðamála, nú hafa safnast hátt í 7 milljónir.  Hjá flestum keppendum fer mikill tími í æfingar og undirbúning, og að auki þurfa keppendur að kaupa eða leigja helling af búnaði, eins og húsbíla, keppnisfatnað og þessháttar. 
Við hjá Hugsmiðjunni erum ákaflega stolt af okkar eigin Atla, en hann hjólar með liði Landslaga. Við óskum honum og liðinu hans að sjálfsögðu góðs gengis í keppninni, en einnig öllum hinum kunningjunum og vinum okkar sem keppa í mótinu í dag og næstu sólahringa. 

Kíkið á vefinn um keppnina og stöðuna eins og hún er núna

Vinnan, streitan og taktur lífsins

Snorri Páll Haraldsson snorri@hugsmidjan.is

Flest þekkjum við streituna og áreitið sem fylgir daglegu lífi.

Við þurfum að halda utan um það sem við erum að gera í og utan vinnu. Því miður getur þetta oft reynst erfitt þar sem verkefnin í nútímaheimi eru bæði margbrotin og flókin.

Ofan á allt þetta kemur áreitið sem við kjósum að bæta við lífið. Tölvupóstar, farsímar, samfélagsmiðlar, fréttir, sjónvarpsefni o.s.frv.

Er það furða þó að streita sé orðin partur af hinu daglega lífi?

image

Streita

Streita er eitthvað sem við þekkjum öll. Viðbrögðin sem hjálpuðu okkur að lifa af þegar við bjuggum í hellum og þurftum að hlaupa undan ljónum af og til hjálpa okkur ekki neitt þegar við verðum sein á fund, förum í próf eða í atvinnuviðtal, erum föst í umferð og við erum yfir höfuð að flýta okkur. o.s.frv.

Krónísk streita verður til yfir langan tíma og oft er erfitt að átta sig á því hvort hún sé til staðar vegna þess að við þekkjum sjaldnast einkenninn. Við höldum að allt sé í góðu lagi á meðan líkaminn er í raun yfirfullur af kortisóli (stresshórmón).

Ég ætla að deila þeim viðhorfum og aðferðum sem hafa gagnast mér í að mynda góða yfirsýn og gott skipulag en hafa að sama skapi gert mér kleift að lifa nokkuð streitulausu lífi.

Read More

Hver, hvar og hvenær?

Halla Kolbeinsdóttir halla@hugsmidjan.is

Gríðarleg fjölgun hefur orðið á snjallsíma- og spjaldtölvunotendum síðustu ár og var 2013 árið sem snjalltækjanotendur urðu jafn margir og borðtölvunotendur á heimsvísu.

Við sjáum nýja notendendahópa og breytingar á hegðun eldri notendahópa. Wifi í Strætó, heitir reitir útum allt og útbreiðsla 3G og 4G yfir stóran hluta landsins breytir hvernig þjónustu fólk vill sækja í gegnum símann sinn. Útbreiðsla spjaldtölva breytir lestrarefni fólks á kvöldin.

Hlutfallsleg notkunHlutfallsleg notkun innan dags
(jöfn notkun myndi jafngilda rúmlega 4% á hverri klukkustund, samtals 100% yfir sólarhringinn)

Snjalltækjaaukningin tekur fólk ekki í burtu frá borðtölvunni heldur eykur hún heildarnetnotkun sem setur meiri pressu á þjónustu- og söluaðila að ná til fólks með rétt efni, á viðeigandi tæki, á réttum tíma, samkvæmt Business Insider og JP Morgan.

Hver er staðan á þínum vef?

Ef þú ert með Google Analytics teljara uppsettan getur þú séð í fljótu bragði hvert hlutfall snjalltækjaheimsókna er á þínum vef: 

Read More

16 öryggisatriði sem vefstjórar verða að vita

Reynir Hübner reynir@hugsmidjan.is

Í þessum pistli ætla ég að fjalla um helstu atriði sem vefstjórar ættu að vita um netöryggi.

Öryggi vefsvæðis þíns er ekki bara spurning um hvort einhver nær að brjótast inn á vefinn og setja mynd af hauskúpu á forsíðuna á honum. Á fagmáli er slíkt kallað veggjakrot, enda snýst það mest um að brjóta eitthvert svæði á bak aftur og merkja sér það, svipað og hefðbundið veggjakrot - „Siggi was here“.

það er alltaf verið að hakka vefi

Í nýlegum dæmum hérlendis hafa vefsvæði verið hökkuð og gögnum lekið af þeim að auki, gögnum eins og notendanöfnum, lykilorðum og sértækum gögnum eins og SMS skilaboðum. Þó má benda á að þeir sem þar voru að verki tóku vefinn niður og tilkynntu um innbrotið. Algengt er þó

Read More

Arnór, Andri og Jói kynna prótótýpu fyrir snjallar auglýsingar. #hugsmidjan #tölvunarfræðinemaraðútskrifastúrHR

Samfélagsmiðlun og innri vefir

Sigurjón Ólafsson funksjon.net

Innri vefir eru ekki sérlega fyrirferðarmiklir í umræðu um vefmál hér á landi. Bæði er samfélagið lítið og erfitt er að ná fram umræðu um vefi sem eru flestum huldir. En þurfa öll fyrirtæki innri vef? Er réttlætanlegt að leggja í þann kostnað? Hver er ávinningurinn?

Innri vefir

Það er alls ekki sjálfgefið að öll meðalstór og stór fyrirtæki þurfi innri vef. Þau minnstu komast af án hans. Til að komast að skynsamlegri niðurstöðu þarf að komast að því hverju innri vefurinn á að skila og hversu miklu þarf að kosta til.

Read More